Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að nemendur komi í skólann kl. 8:40 þegar kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Ef foreldrar nemenda í 1. - 3. bekk þurfa koma börnum sínum fyrr í skólann vegna vinnu sinnar þarf að sækja sérstaklega um það. Þeir sem ætla að nýta sér þessa þjónustu sæki um það á skrifstofu skólans.

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er opin kl. 8:10–15:00. Sími skólans er 411 7300 og netfangið er breidagerdisskoli@rvkskolar.is  
Skrifstofustjóri er Soffía Dröfn Halldórsdóttir

Sleppistæðin við skólann

Ef foreldrar aka börnum sínum í skólann á að hleypa þeim út í sleppistæðunum norðan megin við skólann. Ekki er gert ráð fyrir að aðrir en starfsmenn aki inn á bílastæðin vestan megin við skólann á morgnana.

Símanotkun

Síma- og snjalltækjanotkun nemenda er ekki heimil á skólatíma. Símarnir eiga að vera í skólatöskunni og það á að vera slökkt á þeim.