Foreldrastarf í Breiðagerðisskóla

Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Það er á skólans ábyrgð að koma samstarfinu á og viðhalda því. Góð upplýsingagjöf, samvinna og samábyrgð er lykillinn að góðum skólabrag. Í ljósi þess hvetur skólinn foreldra til að taka virkan þátt í skipulögðu foreldrastarfi. 

 

Foreldrafélag

Félagar í foreldrafélagi Breiðagerðisskóla eru allir foreldrar/forráðamenn barna í skólanum. Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Við Breiðagerðisskóla hefur verið starfandi foreldrafélag frá árinu 1979.

 

Foreldrafélagið aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og eftir ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. Félagið nýtur ekki fastra styrkja.

Teikning af hópi fólks.

Um stjórn foreldrafélagsins

Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi sem haldinn er vor hvert. Öllum foreldrum/forráðamönnum barna í skólanum er heimilt að bjóða sig fram til setu í stjórn foreldrafélags Breiðagerðisskóla. Félagið starfar skv. 9 gr. laga um grunnskóla (lög nr. 91/2008). Þar segir að við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag sem hefur það hlutverk að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Stjórnin skipuleggur vetrardagskrá félagsins í samráði við skólastjórnendur m.a. hausthátíð, jólasamkomu og hrekkjavökuball svo eitthvað sé nefnt. Við hlið stjórnar starfa árgangsfulltrúar í hverjum skólaárgangi (sjá undir Árgangafulltrúar).

Stjórn foreldrafélagsins 2024-2025

Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2024 – 2025 eru: 
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir (formaður) 
Helga Gunnólfsdóttir (varaformaður) 
Ólöf Heiða Guðmundsdóttir (ritari) 
Anna Jónsdóttir (gjaldkeri)

Meðstjórnendur: 
Theodór Carl Steinþórsson 
Ívar Örn Indriðason 
Sif Björk Birgisdóttir 
Arnþrúður Anna Gísladóttir 

 

Hafa samband

Netfang foreldrafélagsins:  foreldrafelag.breidagerdisskola@gmail.com

 

Árgangafulltrúar

Foreldrafélagið hlutast til um að kosnir séu árgangafulltrúar á haustin sem hafa það hlutverk að starfa með stjórn félagsins við að efla og styrkja samstarf milli foreldra, kennara og nemenda innan hvers árgangs. Árgangafulltrúar eru kosnir af foreldrum, tilnefndir eða bjóða sig fram til starfa. 

Árgangafulltrúar vinna við skipulagningu á árgangafundum, skemmtunum og öðrum verkefnum. Foreldrafélagið reynir að styðja við starf árgangsfulltrúa m.a. með útgáfu á Árgangamöppum.

Árgangafulltrúar skólaárið 2024 - 2025

Fyrsti bekkur
Upplýsingar vantar

Annar bekkur
Upplýsingar vantar

Þriðji bekkur
Upplýsingar vantar

Fjórði bekkur
Upplýsingar vantar

Fimmti bekkur
Upplýsingar vantar

Sjötti bekkur
Arnþrúður Anna: aagisladottir@gmail.com

Sjöundi bekkur
María Jóna: maria.jona.samuelsdottir@gmail.com
Björn Ingi: bjorningi83@gmail.com
Ísabella:  isabella.thrains@gmail.com
Linda: lindarut0510@gmail.com
Harpa: harpasigurdar@simnet.is
Guðrún Elísabet: beta@guestsaloon.is
Ólöf: Olof@islaw.is
Sif: sifb05@ru.is