Skólinn

Breiðagerðisskóli er grunnskóli með um það bil 370 nemendur í 1. – 7. bekk. Grunngildin í skólastefnu skólans kristallast í einkunnarorðunum menntun – samvinna – vellíðan. Menntun vísar til meginhlutverks skólans sem menntastofnunar og að veita nemendum þá grunnþekkingu sem þeir þurfa fyrir áframhaldandi nám, leik og störf. Samvinna og vellíðan vísa síðan í forsendur þess að ná árangri í námi.
Lögð er áhersla á að vinna með nemendum að góðum jákvæðum samskiptum til að skapa jákvæðan skólabrag og litið er á hvern árgang sem eina heild. Kennslufræðilegur grunnur skólastarfsins byggir á einstaklingsmiðuðu námi og gengið er út frá því að þarfir nemenda séu ólíkar.
Flestir nemendur skólans koma frá leikskólunum Jörfa og Vinagerði. Að loknum 7. bekk flytjast flestir nemendur skólans yfir í Réttarholtsskóla þar sem þeir ljúka grunnskólagöngu sinni.
Frístundastarf
Frístundaheimilið Sólbúar er fyrir börn í 1.-4. bekk og félagsmiðstöðin Bústaðir býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.
Skólastjórnendur
- Skólastjóri er Þorkell Daníel Jónsson
- Aðstoðarskólastjóri er Auður Huld Kristjánsdóttir
- Deildarstjóri sérkennslu er Ragna Lára Jakobsdóttir
- Deildarstjóri móttökudeildar er Tinna Hrafnsdóttir
- Deildarstjóri fagstarfs og kennslu er Anna Vigdís Ólafsdóttir
- Nemendaráðgjafi er Guðlaug Sigurðardóttir
Skólastarfið
Stefna og starfsáætlun
Í Stefnu- og starfsáætlun Breiðagerðisskóla finnur þú yfirlit yfir skólarfið, helstu áætlanir og viðmið, stefnu skolans og áherslur.
Stefna og starfsáætlun Breiðagerðisskóla er endurskoðuð ár hvert. Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan til að sækja nýjustu útgáfu.
Skólaráð
Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og skólastjóra um skólahaldið. Hlutverk ráðsins er lögbundið og skilgreint í 8. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Í skólaráði skólaárið 2024 – 2025 sitja:
Skólastjóri: Þorkell Daníel Jónsson
Fyrir hönd kennara: Eva Dögg Kristjánsdóttir og Mínerva Alfreðsdóttir
Fyrir hönd starfsmanna: Sigrún Finnsdóttir
Fyrir hönd foreldra: Melisssa Anne Pfeffer og Ólöf Heiða Guðmundsdóttir
Fyrir hönd grendarsamfélags: Fulltrúa vantar
Fyrir hönd nemenda: Réttindaráð nemenda. Umsjón með réttindaráði hefur Guðlaug Sigurðardóttir nemendaráðgjafi og þar eru mál sem varða nemendur rædd.
Skólareglur
Skólareglur sem skólasamfélagið hefur sameinast um er ein af leiðum til að viðhalda jákvæðum skólabrag. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir að fara vel yfir reglur skólans með börnunum. Gott er að minna á að til þess að við getum lifað í sátt og samlyndi þurfa allir að virða reglur og fara eftir þeim, bæði börn og fullorðnir.
Í Breiðagerðisskóla gilda almennar samskiptareglur. Við viljum skapa vellíðan og öryggi allra sem í skólanum starfa.
Verum stundvís:
- Mætum alltaf á réttum tíma í allar kennslustundir.
- Bönkum áður en við göngum inn í kennslustofuna og biðjumst afsökunar ef við komum of seint.
- Förum ekki út af skólalóð á skólatíma án leyfis.
- Verum öll úti í frímínútum.
Verum kurteis og tillitssöm:
- Verum góð og tillitssöm hvert við annað.
- Truflum ekki í kennslustundum.
- Sýnum öllum kurteisi.
- Stríðum ekki og höfum engan útundan.
- Vöndum orðbragð okkar.
- Leysum ágreiningsmál friðsamlega.
- Biðjumst fyrirgefningar þegar það á við, fyrirgefum.
- Skemmum ekki leiki annarra.
- Köstum ekki snjóboltum að skólanum.
- Komum ekki með leikföng í skólann án samþykkis kennara.
- Ekki er leyfilegt að hafa kveikt á farsíma á skólatíma.
Verum snyrtileg í umgengni:
- Göngum snyrtilega um, bæði úti og inni.
- Virðum eigur skólans og annarra.
- Verum ábyrg gagnvart öryggi okkar og annarra:
- Hjólum ekki og notum engin hjólatæki á skólalóðinni.
- Göngum rólega, hlaupum ekki innan húss.
- Boltaleikir eru ekki leyfðir á göngum skólans.
Snjóreglur
- Þeir sem ætla að vera í snjókasti mega aðeins vera á grasflötinni sunnan við kastalann að göngustíg.
- Ekki má vera í snjókasti á litla hólnum.
- Þeir sem vilja renna sér mega vera á stóra hólnum norðan við skólann og litla hólnum sunnan við skólann.
- Í skólareglum segir að ekki megi kasta snjó að skólanum. Þeir sem eru í leik á malbiki eiga að geta leikið sér óáreittir.
Reglur fyrir nemendur um einelti
- Við leggjum ekki aðra í einelti.
- Við reynum að aðstoða skólasystkini sem verða fyrir einelti.
- Við eigum líka að vera með skólasystkinum sem auðveldlega verða útundan.
- Við vitum að einelti er ekki liðið í Breiðagerðisskóla og eigum að segja umsjónakennara eða öðrum starfsmanni í skólanum frá því og líka fólkinu heima.
Skólareglur í ferðalögum og vettvangsferðum á vegum skólans
- Nemendur hafi ávallt í huga að þeir eru fulltrúar skólans í þeim ferðalögum sem farin eru á vegum hans.
- Nemendum ber að koma prúðmannlega fram hvar sem þeir fara á vegum skólans, sýna háttprýði, tillitssemi og virðingu í garð sjálfra sín, og annarra nemenda og starfsfólks.
- Nemendum ber að fara eftir reglum í ferðalögum á sama hátt og innan skólans og hlíta fararstjórn kennara í einu og öllu. Vegna mikillar ábyrgðar kennara í ferðalögum og vettvangsferðum sendir skólinn fleira starfsfólk með, þeim til aðstoðar. Foreldrar hafa einnig aðstoðað í ferðum á vegum skólans.
- Foreldrar þurfa að gefa skriflegt leyfi vegna þátttöku nemenda í vettvangsferðum skólans.
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.

Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Skólahverfi
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer. Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Breiðagerðisskóla.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Sjálfsmat og skólaþróun eru nátengd hugtök í þeim skilningi að forsendur ákvarðana um breytingar og umbætur í starfsemi skólans hlýtur að vera einhvers konar mat á þeim árangri sem skólinn nær.