Innra mat á skólastarfi í Breiðagerðisskóla
Grunnskólalög kveða á um að grunnskólar landsins meti með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra. Markmið innra og ytra mats er að fylgjast með og bæta árangur og gæði skólastarfsins.
Sjálfsmat og umbótaáætlun
Við sjálfsmatið í Breiðagerðisskóla er stuðst við, Grunnskólalög (91/2008) Aðalnámskrá Grunnskóla (2011), Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla (585/2010), skólanámskrá Breiðagerðisskóla, stefnu skólans, stefnu og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, niðurstöður kannana og prófa. Sjálfsmatsaðferðir skólans
eru bæði formlegar og óformlegar.