Nemendaráðgjöf í Breiðagerðisskóla

Hlutverk nemendaráðgjafa er að vera talsmaður nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Nemendaráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskildum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002. Öllum nemendum og foreldrum stendur til boða að leita til nemendaráðgjafa

Til nemendaráðgjafa geta nemendur og foreldrar leitað v/ýmissa mála. Allt sem snertir velferð nemenda og stuðlar að vellíðan þeirra bæði í skólanum og utan hans tengist starfi nemendaráðgjafa. 

 

Teikning af tveimur ráðgjöfum í hægindastólum.

Hlutverk nemendaráðgjafa

Hlutverki og verkefnum nemendaráðgjafa er hægt að skipta í fjóra meginflokka: 

  • Fyrirbyggjandi – að skapa hverjum nemanda sem bestar aðstæður i skólanum. 
  • Græðandi – að aðstoða nemendur við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi. 
  • Fræðandi – að kenna náms- og minnistækni, sinna tengslum við önnur skólastig. 
  • Þroskandi – að auka skilning nemenda á eigin stöðu og möguleikum í námi. Efla hæfni nemenda við ákvarðanatöku og markmiðssetningu. Þjálfa nemendur til sjálfsábyrgðar.

     

Nánari upplýsingar um nemendaráðgjöf má finna á bls. 33 í Stefnu og starfsáætlun Breiðagerðisskóla.

Hafa samband

Nemendaráðgjafi er Guðlaug Sigurðardóttir

gudlaug.sigurdardottir@rvkskolar.is

s. 411-7304

 

Viðvera: 

Mán - fim: 8:30-15:30

Fös: 8.30-14:30