Nám og kennsla

Teiknuð mynd af börnum að lesa og skrifa við borð í skólastofu.

Skólanámskrá Breiðagerðisskóla er í stöðugri endurskoðun og er stefna skólans hluti af því ferli. Í Aðalnámskrá grunnskóla, Almennum hluta (2011) segir að í skólanámskrá birtist menntastefna viðkomandi skóla og þar er að finna þau gildi sem starf skólans byggist á. 

6 grunnþættir menntastefnu

Menntastefna sem birtist í Aðalnámskrá er reist á sex grunnþáttum menntunar og eiga þeir að setja mark sitt á kennslu, leik og nám í skólastarfinu. Þessir grunnþættir eru:

• læsi
• sjálfbærni
• heilbrigði og velferð
• lýðræði og mannréttindi
• jafnrétti
• sköpun

Breiðagerðisskóli leitar leiða til að útfæra þá menntastefnu sem birtist í nýrri Aðalnámskrá og stefnu Reykjavíkurborgar. 

Leiðarljós skóla- og frístundarsviðs

Í stefnu og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016 kemur fram að leiðarljós skóla og frístundasviðs eru: að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu. Í stefnukorti Skóla- og frístundasviðs kemur m.a. fram að í skólum borgarinnar skuli vinna að sterkri sjálfsmynd og félagsfærni nemenda. Að nám og starf skuli vera án aðgreiningar og við hæfi hvers og eins. Einnig er lögð áhersla á samstarf nemenda sem byggir á lýðræði og fjölbreytni.

Nánari upplýsingar um nám og kennslu má finna í köflum 5 - 8 í Stefnu og starfsáætlun Breiðagerðisskóla.

Mentor

Mentor er upplýsingakerfi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Forsjáraðilar og nemendur fá aðgangsorð að Mentor. Á fjölskyldusíðunni sjá forsjáraðilar stundatöflur barna sinna, heimavinnu, námsmat, skólasókn og fleira.

Kennsluáætlanir

Í kennsluáætlunum er lýst  inntaki námsins og námsmati sem gefa kennurum, nemendum og foreldrum yfirsýn um það sem fengist er við í kennslunni. Kennsluáætlanir Breiðagerðisskóla eru í starfsáætlun skólans.

Námsmat

Hér kemur texti um námsmat

Viðmið um skólasókn

Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Öll börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld og bera foreldrar/forsjáraðilar ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.

Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir.